Kynbótasýningar á Hólum í júní – 3.-7. júní, 10.-14. júní og 18.-21. júní 2024

Sýnendum stendur til boða að leigja stíur í hesthúsinu Brúnastöðum á Hólum.

Árleg reiðsýning verðandi útskriftarnema

Laugardaginn 20.maí var stór dagur hjá þriðja ári nemenda í hestafræðideildinni. Þá var árleg reiðsýning verðandi útskriftarnema auk þess sem verðlaunaafhending fór fram og nemendurnir klæddust hinum bláu FT-jökkum.

Útikennsla á Hólum með nemendum við Ferðamáladeild – fór fram 8. og 9. Maí 2024

Um allan Hólaskóg liggja göngustígar sem nemendur 1. ári í Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hafa síðustu áratugi að mestu lagt og haldið við, ásamt því að Sjálfboðaliðar í Náttúruvernd frá Umhverfisstofnun hafa oft komið og aðstoðað.

Ferðamál á Norðurslóðum (Journal of Arctic Tourism)

Ferðamál á Norðurslóðum (Journal of Arctic Tourism) er nýtt ritrýnt tímarit um ferðamál og það fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Nemendatengt fræðastarf í Hestafræðideild í janúar til apríl 2024

Við sögðum nýlega frá kynningum á lokaverkefnum nemenda á 3ja ári í Hestafræðideild. BS-námið Nú á dögunum náðist sá áfangi að það fékkst birt fyrsta ritrýnda vísindagreinin úr einu slíku lokaverkefni sem var unnið af Sigríði Vöku Víkingsdóttur sem útskrifaðist vorið 2023 og var leiðbeinandi hennar prófessor Sveinn Ragnarsson

Kynningar á lokaverkefnum í BS námskeiði í Hestafræðideild

Dagana 11. og 12. apríl var haldin lítil ráðstefna innan Hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Þetta er ákveðin uppskeruhátíð þar sem nemendur á 3ja ári í BS námi í reiðmennsku og reiðkennslu koma á framfæri afrakstri af mikilli vinnu með því að kynna eigin rannsóknarverkefni í BS námskeiði.

Háskólinn á Hólum hlýtur Byggðagleraugu SSNV 2024

Háskólinn á Hólum hlýtur Byggðagleraugu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir framsækið og metnaðarfullt starf. Námið við háskólann er sértækt að því leyti að það byggir á traustum grunni fyrir mikilvægar framtíðar atvinnugreinar í samfélaginu þar á meðal íslenska hestinn, ferðaþjónustu í dreifbýli og fiskeldi, en skólinn hefur dregið til sín nemendur víðsvegar að úr heiminum. Í Háskólanum á Hólum er öflugt háskólastarf sem er í stöðugum vexti og nýsköpun.

Forsvarsfólk helstu fiskeldisfyrirtækja landsins heimsótti Hóla

Forsvarsfólk helstu fiskeldisfyrirtækja landsins heimsótti Hóla á dögunum til þess að taka þátt í vinnustofu um verknám í fiskeldi. Vinnustofan var liður í norræna samstarfsverkefninu BRIDGES sem hefur það meðal annars að markmiði að efla samstarf skóla og iðnaðar.

Hólanemar héldu fjölbreytta ráðstefna um Viðburðastjórnun í Hörpu

Nemendur í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum héldu í síðustu viku glæsilega ráðstefnu um stöðu viðburðastjórnunar á Íslandi. Hátíðin var haldin á Björtuloftum í Hörpu í góðu samstarfi við starfsfólk Hörpu.

Dregið út í Hólahappi

Dregið var út í Hólahappi í dag. Hólahappið var skemmtilegur leikur þar sem fólk sem kom og kynnti sér Háskólan á Hólum á kynningum á Háskóladögum.