Kynning á málþingi RSG

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur fyrir málþingi þann 20. nóvember næstkomandi í Háskólanum á Akureyri og í streymi. Viðfangsefnið er áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum. Fimm háskólar standa að baki rannsóknasetrinu, þ.e. LHÍ, HÍ, HA, Háskólinn á Hólum og Háskólinn á Bifröst.
 
Á málþinginu verður leitast eftir að skoða þá rannsóknaflóru sem tengist menningu og skapandi greinum á landsbyggðinni, áhrifum þeirra og hvaða tækifæri eru til frekari rannsókna. Jafnframt munu aðilar úr atvinnulífinu fjalla um eigin reynslu af áhrifum menningar og skapandi greina í landsbyggðum. Eyjólfur Guðmundsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri, stýrir pallborði.
 

Hér er dagskrá og skráningarhlekkur.