Nordic Bridge

Að styrkja tengslin: Efling samstarf vísinda og fræða við samfélag og atvinnulíf

Nordic Bridge er rafrænann vettvang þar sem opinberir og einkaaðilar geta sett fram bæði sértæk eða almenn vandamál þar sem óskað er eftir innsýn og sérfræðiþekkingu háskólasamfélagsins.

Rannsóknaköll, verkefnasamstarf og nýjungar frá háskólasamfélaginu verða birt í gáttinni til að leita eftir áhuga frá opinberum og einkaaðilum.

Með vefgáttinni verður samstarf háskóla, atvinnulífsins og nærsamfélagsins auðveldara. Í raun er um að ræða sérstakan vettvang þar sem þessir hópar geta kynnst og skipulagt aðgerðir til að leysa vandamál og deila hugmyndum sín á milli.

Ástæða þess að farið var að stað með þetta verkefni er að við höfum þá trú að þegar hæfileikaríkir einstaklingar og reynslumiklir einstaklingar vinna saman verði til betri lausnir við ýmsum vandamálum. Netgáttin gerir það auðvelara fyrir alla að vera með, deila því sem þeir vita og finna leiðir til að gera hlutina betri fyrir framtíðina.

Hvernig vefgáttin virkar: Ólíkir aðilar geta sett vel skilgreint vandamál eða víðtækara mál inn á vefgáttina og óskað eftir aðkomu háskólasamfélagsins.

Nemendur, háskólakennarar og/eða rannsakendur geta skoðað þessar færslur til að sjá hvort um sé að ræða vandamál sem þeir eru í stakk búnir til að takast á við. Ef eitthvað vekur athygli þeirra munu stjórnendur gáttarinnar ásamt samstarfsaðilum aðstoða við að koma á sambandi háskólasamfélagsins og þeirra sem óskað hafa eftir aðstoð.

Markmiðið að finna bestu leiðina til að takast á við áskorunina. Þetta gæti verið eitthvað sem nemandi gæti tekið að sér, verkefni fyrir hóp nemenda, tækifæri til starfsnáms, meistara- eða doktorsverkefni eða jafnvel grunnur að rannsóknarumsókn.

Nord University í Noregi hýsir vefgáttina sem verður einnig nýtt til að birta rannsóknaköll, boð um verkefnasamstarf og annað til að leita eftir áhuga frá opinberum og einkaaðilum. Vefgáttin mun gefa út fréttabréf til upplýsinga fyrir notendur.


Forverkefni

Árið 2023 fengu aðilar verkefnisins eins árs undirbúningsstyrk úr Interreg NPA áætluninni til að leggja grunn að stærra verkefni sem miðar að því að takast á við áskoranir norðurslóða og norðurskautssvæðisins (NPA). Þessi áfangi beinist að þremur meginmarkmiðum:

  • Þátttaka hagsmunaaðila: Að tengjast háskólum, fyrirtækjum, opinbera geiranum og nærsamfélögum til að skilja áskoranir þeirra og tækifæri.
  • Hagkvæmnismat: Mat á hagkvæmni verkefnahugmynda í gegnum rafrænan vettvang og endurgjöf hagsmunaaðila.
  • Skipulag fyrir stærra verkefni: Gerð ítarlegrar áætlunar fyrir umsókn í NPA sjóðinn sem miðar að sérstökum þörfum og tækifærum NPA-svæðisins.

Þessi undirbúningsvinna skiptir sköpum til að tryggja að aðalverkefnið verði vel skipulagt og stefnumótandi til að takast á við áskoranir og efla nýsköpun og sjálfbæra þróun. Með því að virkja hagsmunaaðila, meta hagkvæmni og skipuleggja vandlega, býr verkefnið til traustan grunn til að takast á við einstaka áskoranir NPA-svæðisins með góðum árangri.

Heildarfjárveiting undirbúningsverkefnisins eru 99.546 EUR, þar sem NPA styrkir verkefnið um 57.789 EUR og ERDF um 13.975 evrur.

Markmið og tækifæri.

Markmið Nordic Bridge verkefnisins miðar að því að takast á við sameiginlegar áskoranir og tækifæri innan norðurslóða og norðurskautssamfélaganna (NPA). Þessar áskoranir felast m.a. í því að brúa þá gjá sem finna má á milli háskólasamfélagsins og nærsamfélaga í dreifðum byggðum, að finna og ýta undir mögulegt samstarf og stemma stigu við atgervisflótta ungs hæfileikafólks úr dreifðum byggðum í leit að betri tækifærum.

Nordic Bridge mun þjóna sem hvati fyrir áhrifaríkt og þroskandi samstarf. Með því að efla samskipti milli háskólasamfélagsins, atvinnulífs og nærsamfélags leitast vefgáttin við að skila tvíþættum ávinningi: að veita atvinnugreinum nýstárlegar lausnir og styrkja háskóla- og rannsóknastofnanir til að ráðast í rannsóknir sem hafa bein áhrif á raunverulegar áskoranir sem mörg fyrirtæki standa frammi fyrir.

Þessi nálgun miðar að því að koma á tengslum þar sem bæði háskólasamfélagið og atvinnulífið geta dafnað og nýtt styrkleika hvers annars til að takast á við þarfir og áskoranir samfélaga sem tilheyra NPA-svæðinu á áhrifaríkan hátt.

Samstarfsaðilar

 

Eftirfarandi aðilar standa að þessu undirbúningsverkefni frá þremur NPA löndum:

Frá Noregi:


Frá Finnlandi:


Frá Íslandi:

Fjármagn

Nordic Bridge verkefnið er styrkt af af Northern Periphery and Artic sjóðnum (NPA); Interreg

Hagaðilar:

Nordic Bridge verkefninu er ætlað að virkja fjölbreyttan hóp hagsmunaaðila, þar sem hver og einn gegnir lykilhlutverki í að efla nýsköpun og samvinnu á norðurslóðum og þeim svæðum sem tilheyra NPA sjóðnum. Hér sést hvernig ávinningur hvers hóps er og hvað hver hópur leggur að mörkum:

Háskólanemar eru kjarninn í verkefninu og skrá sig beint í vefgáttina, kynna hæfni sína og færni til að takast á við raunveruleg vandamál. Þessi þátttaka getur opnað dyr að, t.d starfsnámi, atvinnutækifærum og þátttöku í rannsóknarverkefnum.

Háskólasamfélagið leggur til sinn þekkingarbrunn og vinnur saman að rannsóknum í gegnum gáttina. Þessi þátttaka getur leitt til áþreifanlegs árangurs eins og sameiginlegra rannsókna, þróunar kennsluefnis og tækifæra fyrir samvinnu við atvinnulíf og nærsamfélag.

Opinberi geirinn gegnir mikilvægu hlutverki með því að setja fram ýmsar áskoranir sem geirinn stendur frammi fyrir og tekur þátt í nýstárlegum lausnum í gegnum gáttina. Þetta samspil getur haft í för með sér bætta samfélagsþjónustu, innleiðingu nýstárlegra lausna á opinberum vandamálum og sterkari tengsl milli háskólasamfélagsins og hins opinbera, þar sem markmiðið væri að styrkja heildarinnviði samfélagsins.

Einkageirinn, sérstaklega lítil og meðalstór fyrirtæki, fær aðgang að nýstárlegum lausnum og vettvangi til að laða til sín ungt hæfileikafólk. Þessi þátttaka skiptir sköpum til að leysa sértæk vandamál í iðnaði, bjóða upp á starfsnám og atvinnutækifæri til nemenda og efla samstarfsverkefni í rannsóknum og þróun, sem knýja áfram efnahagslega og nýsköpunargetu svæðisins.

Samfélagið í heild nýtur góðs af nýjungum og sjálfbærum þróunarverkefnum sem getur orðið til á þessum samstarfsvettvangi. Afraksturinn getur m.a lágmarkað atgervisflótta, tryggt aðgang að sjálfbærum rannsóknum, nýsköpun og þróun, aukið aðgang að nýrri tækni og sjálfbærum hagvexti sem tryggir sjálfbærni og seiglu samfélaga á NPA-svæðinu.
Með Nordic Bridge vefgáttinni geta þessir hagsmunaaðilar fundið ekki aðeins lausnir á brýnum áskorunum heldur búa þeir einnig til öflugt kerfi samvinnu, nýsköpunar og vaxtar innan samfélaga á NPA-svæðinu.

Niðurstöður, árangur og áhrif:

Nordic Bridge verkefninu er ætlað að skila árangri og áhrifum, sem miðar að því að efla samvinnu og nýsköpun í gegnum NPA. Fyrirhugaður afrakstur verkefnisins er að auðvelda sameiginleg ritgerðarverkefni, starfsnám og doktorsrannsóknarverkefni, ásamt rannsóknum og þróunarumsóknum. Slík fræðileg og hagnýt verkefni opna mögulega á atvinnutækifæri fyrir nemendur og tengja beint fræðileg viðfangsefni við atvinnulífið.

Mikilvægur þáttur verkefnisins er svæðisbundin áhersla, sem býður upp á einstakt tækifæri fyrir akademískt samstarf yfir landamæri meðal nemenda og nemendahópa frá Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi, Írlandi, Færeyjum, Grænlandi og Noregi. Slíkt samstarfsumhverfi hvetur til þess að unnið verði með svæðisbundin málefni, efli vitund um einingu og sameiginlegan tilgang í gegnum NPA.

Með því að bjóða upp á vettvang þar sem þátttakendur geta lagt fram nýstárlegar lausnir, miðar verkefnið að því að efla vaxtarverkefni og rannsóknar- og þróunarverkefni sem eru ekki aðeins fræðilega mikilvæg heldur hafa einnig hagnýtt gildi. Gert er ráð fyrir að áhrif þessarar starfsemi verði umtalsverð og leggi sitt af mörkum til heildarþróunar svæðanna með því að nýta fræðilega möguleika þess til að takast á við raunverulegar áskoranir og auka þannig lífsgæði og efnahagslega velferð fólks á NPA svæðinu.

Aðalverkefnið

 

Meginverkefnið felst í að því að búa til rafræna samstarfsgátt, sem er hönnuð til að hvetja til vaxtar og ýta undir samvinnu háskólasamfélagsins, atvinnulífs og samfélaga á norðurslóðum og norðurskautssvæðinu (NPA). Kjarninn í verkefninui er þróun á stafrænum vettvangi. Þessi rafræni vettvangur mun þjóna sem miðlægur „hub“, tengja saman hagsmunaaðila úr ýmsum geirum á NPA svæðinu, auðvelda þýðingarmikil skipti og knýja áfram svæðisbundna þróun með nýstárlegu samstarfi. 

Gáttin skapar rými þar sem allir geta auðveldlega séð hvernig þeir getu lagt sitt af mörkum. Þetta snýst allt um að mynda tengsl og uppgötva hvernig hver og einn getur nýtt kunnáttu sína og þekkingu til að styrkja háskólastarfsemi, samfélög og atvinnulíf á NPA svæðinu.

Hafðu samband

 


Anna Guðrún Edvardsdóttir
Verkefnastjóri og rannsakandi

Tölvupóstur: arun@holar.is
Sími: +3548640332

 

Umair Najeeb Mughal
Ráðgjafi og verkefnastjóri Nordic Bridge verkefnisins

Nord University
Tölvupóstur: umair.n.mughal@nord.no

 

Samstarfsaðilar verkefnisins:

                            

   

 


English version