Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Háskólinn á Hólum er í samstarfi um skiptinám, við nokkra erlenda skóla, sjá nánari upplýsingar undir einstökum deildum. Kennslusvið annast einnig umsýslu alþjóðatengsla og veitir upplýsingar og aðstoðar þegar við á.
Opinberir háskólar á Íslandi hafa með sér samkomulag um gestanám. Gestanám er skilgreint sem nám sem er stundað utan heimaskóla. Gestanemandi er nemandi sem er skráður við ákveðinn opinberan háskóla (heimaskóla) en fær heimild til að skrá sig í einstök námskeið í öðrum opinberum háskóla (móttökuskóla), án þess að greiða skrásetningagjald þar, enda hafi nemandinn þegar greitt gjaldið í sínum heimaskóla. Báðir skólar þurfa að samþykkja umsókn nemanda um gestanám.
Heimaskóli ber ábyrgð á námsferli nemandans og tryggir að námskeið sem nemandi lýkur við móttökuskólann nýtist honum til lokaprófs (háskólagráðu) í heimaskóla. Heimaskóli sér jafnframt um miðlun upplýsinga um námsframvindu til LÍN. Heimaskóli og móttökuskóli mega samkvæmt samningi veita hvor öðrum upplýsingar um námsferil nemanda, ef þurfa þykir.
Alþjóðafulltrúi skólans er Anna Guðrún Edvardsdóttir.