Mat á fyrra námi

Þeir nýnemar sem óska eftir að fá fyrra háskólanám metið skulu sækja um það um leið og sótt er um skólavist. Einungis er unnt að fá heil námskeið metin, ekki einstaka hluta þeirra. Í umsókninni þarf að koma fram hvaða námskeið nemandinn óskar að fá fellt niður, ásamt lýsingu á því námskeiði sem hann hefur tekið annars staðar og telur samsvarandi. Miðað er við lágmarkseinkunnina 6,0 og námið þarf að hafa verið stundað innan síðustu 10 ára. Staðfesting á hinu fyrra námi þarf að fylgja með umsókninni.

Nemendur sem þegar stunda nám við skólann og óska eftir mati á fyrra námi, skulu senda umsókn samkvæmt því sem kemur fram hér að ofan ekki síðar en 4 vikum áður en námskeiðið sem nemandinn óskar að fá fellt niður hefst. Umsókn með fylgiskjölum sendist til kennsluskrifstofu kennsla@holar.is

Hér fyrir neðan er hlekkur á eyðublað sem þarf að fylgja umsókninni:

Eyðublað til að sækja um.