Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
MAR-BIO er samnorrænt, einstaklingsmiðað 120 ECTS meistaranám, sem boðið er upp á í samstarfi við:
Háskólans á Hólum,
Nord háskólans í Bodö í Noregi og
Háskólans í Gautaborg í Svíþjóð.
Námið snýr að sjálfbærri framleiðslu og nýtingu sjávarafurða og er hugsað sem þverfagleg tenging milli fiskveiða, fiskeldis og annarar lífrænnar matvælaframleiðslu í sjó eða ferskvatni, með sérstakri áherslu á nýsköpun og frumkvöðla. Með MAR-BIO sameina norrænir háskólar því krafta sína með það að leiðarljósi að mennta næstu kynslóð sérfræðinga á þessu sviði.
Nemandinn öðlast þekkingu og hæfni hvað varðar framleiðslukerfi matvæla í sjó og vötnum og fær tækifæri til að byggja upp tengslanet til áframhaldandi samvinnu við fræðimenn, atvinnugreinina og stjórnvöld, sem og við fyrirtæki í sjávarútvegi
Uppbygging námsins
Nemendur þurfa að ljúka 60 ECTS með námskeiðum. Nemendur eru í grunninn skráðir nemendur skólans þar sem þeir sækja um og á fyrstu önn taka þeir námskeið við þann skóla. Einnig þurfa nemendur að sitja inngangsnámskeið sem kennt er við alla skólana og í því námskeiði eru ferðalög á milli skólanna þátttakendum að kostnaðarlausu. Nemendur þurfa að dvelja að lágmarki eitt misseri við annan en sinn heimaskóla. Þá felur námið í sér 60 ECTS rannsóknarverkefni, sem hægt er að vinna í náinni samvinnu við fyrirtæki.
Í lokin útskrifast nemandinn frá a.m.k. tveimur af samstarfsháskólunum, þar sem annar háskólinn er sá sem lokaverkefnið er unnið við.
Gerð er krafa um að umsækjandinn hafi BA/BS gráðu með lágmarkseinkunn 6,5 eða sambærilega menntun. Sótt er um námið á sérstöku eyðublaði sem nálgast má með því að hafa samband við kennsluskrifstofu skólans.
Hérna má sjá frekari upplýsingar um MAR-BIO námið á vefsíðum samstarfsháskólanna tveggja
Háskólann í Gautaborg
Nord Háskólann í Bodø
Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans.