Gagnasöfn

Nemendur við Háskólann á Hólum hafa aðgang að margvíslegu rafrænu efni, svo sem gagnasöfnum, rafrænum tímaritum og rafrænum bókum í gengum landsaðgang hvar.is á vefnum. Í bókasafninu er auk þess gott úrval bóka tengdum fræðasviðum skólans sem er Ferðamálafræði, Fiskeldis- og fiskalíffræði og Hestafræði.

Háskólinn á Hólum er aðili að Skemman.is sem er rafrænt safn námsritgerða og rannsóknarita. Öllum lokaverkefnum er skilað rafrænt í Skemmuna. Lokaverkefni nemenda hafa verið vistuð þar og er aðgangur opinn að þeim flestum.
Öllum lokaverkefnum á einnig að skila í Turnitin sem er hugbúnaður til varnar ritstuldi. Þannig getur Turnitin leitt til bættra vinnubragða við heimildanotkun og ritgerðasmíð og gerir kennurum mögulegt að bera saman ritgerðir nemenda við lokaverkefni sem þegar hefur verið skilað auk annars efnis á netinu.

Bókasafn og upplýsingaþjónusta Háskólans á Akureyri (BSHA) er með séráskrift af ýmsum gagnasöfnum sem gagnast nemendum Háskólans á Hólum. Bókasafnsfræðingar HA annast þjónustu við nemendur og starfsfólk Háskólans á Hólum. Hafa má samband á netfangið bsha@unak.is eða hringja í síma 460 8050, á afgreiðslutíma bókasafns HA.     

Flýtileiðir

Gagnasöfn:

Leitir.is - landskerfi bókasafna
Leitir.is - sérsniðin safnasíða fyrir Háskólann á Hólum
Hvar.is - rafræn tímarit og bækur
Google scholar
Landsbókasafn, rafræn gagnasöfn
Brittannica school
Brittannica academic, rafrænt gagnasafn hjá Landsbókasafni Íslands
Encyclopedia britannica, alfræðiorðabók á ensku
Skemman - safn námsritgerða og rannsóknarita
Timarit.is stafrænt safn
Turnitin, hugbúnaður til varnar ritstuldi

Leitartækni:
Landsbókasafn Íslands, Að finna heimildir: leitarorð og leitartækni

APA heimildaskráningar:
APA  Reference Examples
APA 7 heimildaskráningar
APA 7 staðall

Veforðabækur:
Snara.is veforðabók á íslensku, ensku, þýsku og fleiri tungumálum.
Malid.is  Vefsíða með upplýsingum um íslenskt nútímamál, beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, stafsetningarorðabók og fleira
ISLEX er margmála orðabók á vefnum. Grunnmálið er íslenska og markmálin eru danska, sænska, norskt bókmál, nýnorska, færeyska og finnska.
Glosbe Þýsk Íslensk orðabók á vefnum 
Dict Þýsk Íslensk veforðabók