Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Sérhæft íslenskt járningamannapróf – Icelandic specialist farrier exam
Námið miðar að því að nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla og prófkröfur sem gilda um starfsréttindi járningamanna. Lögð er áhersla á sérhæfingu í hófhirðu og járningum íslenska hestsins.
Námið spannar eitt skólaár og skiptist í lotukennslu á Hólum og fjarnám, alls 30 einingar (ECTS) og er samsett af verklegri og fræðilegri kennslu.
Námið er eingöngu ætlað nemendum með mikla reynslu í járningum. Kennt er á ensku.
Inntökuskilyrði:
a) Framhaldsskólapróf eða sambærileg menntun/reynsla.
b) Að lágmarki 5 ára reynsla af járningum.
c) Fylgigögn: ferilsskrá , stuttri greinargerð um bakgrunn í járningum og áhuga á þátttöku í þessu námskeiði.
Í kjölfarið fer fram netviðtal.