Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Á Hólum eru möguleikar til útivistar óþrjótandi. Kjósi fólk að fara í gönguferðir er um marga kosti að velja, bæði merktar leiðir og ómerktar. Unnt er að velja á milli styttri og lengri gönguferða, allt eftir óskum hvers og eins. Merktar hafa verið leiðir í Gvendarskál, í Námuna (þaðan sem grjótið var tekið í kirkjuna) og upp á Elliða. Um Hólaskóg hlykkjast ótal skemmtilegir stígar.
Á veturna er íþróttasalurinn mikið notaður, og unnt er að bóka fasta tíma eftir kl. 16 á daginn. Ýmsir hópar hafa nýtt sér salinn, jafnt nemendur sem starfsmenn.
Ágætar reiðleiðir eru um Hjaltadalinn og næsta nágrenni.
Á Sauðárkróki eru starfræktar tvær líkamsræktastöðvar, þar er einnig golfvöllur og gott útivistarsvæði er fyrir ofan bæinn. Sundlaugar sem opnar eru allt árið eru á Sauðárkóki, Hofsósi og Varmahlíð upplýsingar um opnunartíma er að finna á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Einnig er víða í Skagafirði hægt að finna skemmtilegar gönguleiðir hvort sem er fyrir stuttar göngur og létta útiveru, eða lengri og meira krefjandi ferðir.