Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Rannsóknir eru viðamikill hluti af starfsemi Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar og í þeim eru áherslurnar annars vegar á líffræðilega fjölbreytni og hins vegar á fiskeldi. Saman tengjast þær eftirfarandi sviðum: Fiskeldi, vistfræði þróunar og ferskvatns, sem og þroskunar-, atferlis-, lífeðlis- og umhverfisfræði. Fylgt er rannsóknastefnu deildarinnar. Með henni eru nauðsynlegar forsendur og grunngildi rannsóknastarfseminnar skilgreindar og vísindaleg vinnubrögð tryggð. Rannsóknastefnunni fylgja viðaukar um rannsóknaáherslur, varðveislu gagnasafna og geymslu sýna.
Mörg rannsóknarverkefni eru unnin í nánu samstarfi við háskóla og aðrar stofnanir hérlendis, og/eða í Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum, og eru þau styrkt af innlendum og alþjóðlegum rannóknasjóðum. Deildin hefur á sér alþjóðlegt yfirbragð, m.a. vegna margra erlenda framhalds- og skiptinema. Sérfræðingar og framhaldsnemar deildarinnar heimsækja iðulega samstarfsstofnanir erlendis og sækja alþjóðlega fundi og ráðstefnur. Á sama hátt er algengt að erlent fræðafólk sæki deildina heim.
Árlega birta starfsmenn og framhaldsnemar deildarinnar 15-25 ritrýndar greinar í alþjóðlegum tímaritum.
Rannsóknir í fiskeldi
Meginmarkmið fiskeldisrannsóknanna er að stuðla að góðum og árangursríkum aðferðum og vinnubrögðum í fiskeldi. Margar tegundir koma við sögu í þessum rannsóknum og áherslur eru margvíslegar, svo sem varðandi fóður, vatnsgæði (þ.m.t. endurnýtingu vatns), lífeðlisfræði, vöxt og þroska, atferli og erfðir.
Rannsóknir í líffræðilegri fjölbreytni
Rannsóknir tengdar líffræðilegri fjölbreytni eru margvíslegar og beinast einna helst að ferskvatnskerfum, með áherslu á þróun, vistfræði, atferli og lífeðlisfræði fiska og smádýra.