Bókasafn

Bókasafn Háskólans á Hólum er sérfræðisafn sem þjónar fagsviðum háskólans. Safnkosturinn er stöðugt í uppbyggingu og er markmiðið að það verði bókasafn og fræðamiðstöð
á sérsviðum háskólans sem eru ferðamál, fiskeldi- og fiskalíffræði og hestafræði. Áhersla er lögð á stöðuga þróun við uppbyggingu bóka- og tímaritakosts. Boðið er upp á aðgang
að úrvals gagnasöfnum og rafrænum tímaritum.

Bókasafnið er á annarri hæð í viðbyggingu við aðalbyggingu, fyrir ofan íþróttasal skólans. Aðstaða safnsins er á einni hæð en frá bókasafni er gengið upp í ris, þar sem er tölvuver fyrir nemendur. Í Verinu á Sauðárkróki er sá hluti bókasafnsins er snýr að fiskum, fiskeldi og vatnalífi hýstur.

Allur safnkostur bókasafnsins er skráður í Gegni og aðgengilegur á leitir.is, þar eru tenglar við rafrænar útgáfur þegar þær eru fyrir hendi.
Tímaritaskrá A-Ö á vef hvar.is veitir ennfremur aðgang að öllum rafrænum tímaritum sem eru í landsaðgangi auk fjölda tímarita í opnum aðgangi á netinu.
Bókasafnið er aðili að Skemmunni, rafrænu gagnasafni fyrir lokaverkefni og rannsóknarrit kennara og fræðimanna háskólanna.

Samkvæmt samningi við Háskólann á Akureyri annast bókasafnsfræðingar HA þjónustu við nemendur og starfsfólk Háskólans á Hólum.
Hægt er að hafa samband á netfangið bsha@unak.is eða hringja í síma 460 8050, á afgreiðslutíma bókasafns HA sem er alla virka daga frá 8.00 - 16.00.

Þjónustuborð skólans annast daglega umsýslu og afgreiðslu bókasafnsins, hægt er að hafa samband við þjónustuborð í síma 455 6300, á afgreiðslutíma og í netfangið holar@holar.is