14.04.2025 | Frétt
Rannsóknasetur skapandi greina, sem Háskólinn á Hólum er stofnaðili að, kynnir ráðstefnuna „Menningarauðlind ferðaþjónustunnar“, sem verður haldin þann 14. maí í Hofi, Akureyri. Viðburðurinn leggur áherslu á að kanna hlutverk menningar í ferðaþjónustu og móta nýja ferðamálastefnu til 2030 með lifandi dæmisögum, fræðilegum erindum og hópastarfi. Með samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála og stuðningi frá Hvata býður ráðstefnan upp á einstakan vettvang fyrir nýsköpun og þróun í menningar- og ferðamálaumhverfinu.
11.04.2025 | Frétt
Dagana 7.–8. apríl 2025 stóð Hestafræðideild Háskólans á Hólum fyrir lítilli ráðstefnu í nýuppgerðum íþróttasal aðalbyggingar skólans, sem jafnframt var uppskeruhátíð nemenda. Ellefu nemar á lokaári í BS-námi í reiðmennsku og reiðkennslu ásamt einum meistaranema kynntu þar rannsóknarniðurstöður úr lokaverkefnum sínum. Fjölbreyttar og fræðandi umræður sköpuðust um íslenska hestinn og knapa, og þakkar skólinn öllum sem komu að viðburðinum kærlega fyrir þátttökuna.
26.03.2025 | Frétt
Deisi Maricato, doktorsnemi, og Dr. Jessica Aquino, dósent við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hafa gefið út ritrýnda skýrslu sem rannsakar alþjóðlega hæfni háskólakennara og kennsluramma, með áherslu á þjálfun háskólastofnana á Íslandi. Skýrslan, unnin í verkefninu Heimahöfn og styrkt af Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, undirstrikar mikilvægi starfsþróunar kennara.
24.03.2025 | Frétt
Næstkomandi laugardag, þann 29. mars, munu 3. árs nemar við hestafræðideild Háskólans á Hólum standa fyrir viðburðinum ,,Líkamsbeiting hestsins og knapans".
10.03.2025 | Frétt
Nemendur í Viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum standa fyrir viðburði í Mengi í Reykjavík í næstu viku um stöðu samfélagshátíða á Íslandi.
20.02.2025 | Frétt
Stina Edin Johannsson verja MAR-BIO meistararitgerð sína sem hún nefnir: “Aquaponics and Plant-Based Consumption: A Nordic Perspective Evaluating Attitudes Towards Aquaponics Among Vegan and Vegetarian Consumers in Iceland and Sweden”
19.02.2025 | Frétt
2. árs nemendur háskólans á Hólum bjóða á reiðnámskeið. Kennslan fer fram á Hólum á skólahestum Hólaskóla og því er þetta frábært tækifæri til að fá kennslu á mikið þjálfuðum hestum.
03.01.2025 | Frétt
Reiðkennarinn og knapinn Angelo Telatin kom heim að Hólum og var með fjölbreytta fræðslu í reiðmennsku, tamningum og reiðkennslu. Angelo er Ítali en býr í Bandaríkjunum og er prófessor við Delaware Valley University en auk þess kennir hann víða um heim og m.a. reglulega við sænska reiðskólann í Wången.
03.01.2025 | Frétt
Samþykkt hefur verið að veita styrk til verkefnisins „Nám í lagareldi“ að upphæð 65 milljónir króna.
02.01.2025 | Frétt
Starfsfólk Háskólans á Hólum óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum við fyrir allt gott á liðnu ári.
Hlökkum til ársins 2025 og það sem það mun hafa uppá að bjóða.
Nýárskveðja
Starfsfólk Háskólans á Hólum.