Frábærar fréttir fyrir Háskólann á Hólum

Frábærar fréttir fyrir Háskólann á Hólum: Samþykkt hefur verið að veita styrk til verkefnisins „Nám í lagareldi“ að upphæð 65 milljónir króna. Verkefnið er samstarf milli Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólaseturs Vestfjarða, Landbúnaðarháskóla Íslands, Matís ohf., Hafrannsóknarstofnunnar og Náttúruminjasafns Íslands og verður leitt af Bjarna K. Kristjánssyni, prófessor við Háskólann á Hólum. Markmið verkefnisins er að efla enn frekar lagareldisnám með því að A – byggja upp og kenna ný námskeið á meistarastigi, B – þróa örnám í lagareldi á grunn- og meistarastigi, C – þróa aðferðir og kennsluefni til að auka kennslu námskeiða í fjarnámi.

Auk þess er Háskólinn á Hólum meðlimur í verkefnunum:

Alþjóðlegt dýralæknanám (LBHÍ, HÍ, HH) – 22 m.kr.

Háskólasamstæða Háskóla Ísland og Háskólans á Hólum (HÍ, HH) – 170 m.kr.

Framhaldsnám og rannsóknainnviðir í lífvísindum (HÍ, HR, LBHÍ, HH, HA) – 43,5 m.kr.

Meira um úthlutun Samstarf háskóla:

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/12/16/Nitjan-verkefni-hljota-studning-ur-thridja-Samstarfi-haskola/