Kynning á málþingi RSG
15.11.2024 | Frétt
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur fyrir málþingi þann 20. nóvember næstkomandi í Háskólanum á Akureyri og í streymi. Viðfangsefnið er áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum. Fimm háskólar standa að baki rannsóknasetrinu, þ.e. LHÍ, HÍ, HA, Háskólinn á Hólum og Háskólinn á Bifröst.