Fulltrúar Háskólans á Lagarlífsráðstefnu í Hörpu

Háskólinn á Hólum átti þéttskipað lið á ráðstefnunni Lagarlíf 8. og 9. október síðastliðinn. Ráðstefnan er árleg og er þetta í sjöunda sinn sem hún er haldin. Að þessu sinni var hún með stærra sniði en áður og var haldin í Hörpu. Markmið ráðstefnunnar er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um lagarlíf og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun greinarinnar.

Metfjöldi brautskráðra að hausti

Brautskráning Háskólans á Hólum að hausti fór fram föstudaginn síðastliðinn, 11. október og hafa aldrei verið fleiri brautskráningar að hausti en nú. Alls voru 50 nemendur brautskráðir að þessu sinni. Af þeim sem brautskráðust voru 32 frá fiskeldis- og fiskalíffræðibraut. Þar af luku 27 diplomanámi í fiskeldi og 5 luku meistaranámi í MarBio, sem er samnorrænt nám um framleiðslu og nýtingu sjávarafurða. Einnig voru 18 brautskráð frá ferðamáladeild. Þar af luku tvö diploma í ferðamálafræði, ein lauk BA í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta og ein lauk MA í ferðamálafræði. Einnig voru 14 brautskráð frá ferðamáladeild úr meistaranámi NOFRI, sem er samnorrænt nám í útvistarfræði, en þeirra brautskráningarathöfn fór fram við samstarfsháskóla í Noregi í sumar.

Brautskráning að hausti

Brautskráning Háskólans á Hólum fer fram að Hólum í dag, 11. október, klukkan 14:00. Verið öll velkomin Kaffiveitingar að athöfn lokinni