Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Alla jafna eru nemendur fiskeldis- og fiskalíffræðideildar fjölmennastir við haustbrautskráningar eins og einnig var að þessu sinni, en deildin var þar að auki í sviðsljósinu núna vegna þess að um þessar mundir eru liðn 40 ár frá því að nám í fiskeldi hófst á Hólum. Tumi Tómasson, sem áður kenndi við skólann, hélt erindi um upphaf kennslu í fiskeldisfræði og einnig hélt Eva Kuttner, lektor við Háskólann á Hólum, erindi um stöðu fiskeldis í dag. Að athöfn lokinni bauð háskólinn upp á veglegar kaffiveitingar.
Það var ánægjulegt að sjá hversu mörg sáu sér fært að fagna deginum þrátt fyrir snemmtæka vetrarkomu og við óskum öllum brautskráðum nemum til hamingju með áfangann.