Ungt fólk og nýsköpun í (allskonar) hestamennsku

Daganna 27 til 29 Maí kom saman hópur fólks frá Hólum, Svíþjóð, Danmörku og Írlandi til að hefja vinnu við nýtt Erasmus + verkefni sem Ferðamáladeild Háskólans á Hólum leiðir. Verkefnið heitir á engilsaxnesku Young Equine Innovators (skammstafað YEI), síðar á árinu verður opnuð vefsíða um verkefnið með þessu nafni. Á íslensku er verkefnið kallað: ungt fólk og nýsköpun í (allskonar) hestamennsku.

Kynbótasýningar á Hólum í júní – 3.-7. júní, 10.-14. júní og 18.-21. júní 2024

Sýnendum stendur til boða að leigja stíur í hesthúsinu Brúnastöðum á Hólum.

Árleg reiðsýning verðandi útskriftarnema

Laugardaginn 20.maí var stór dagur hjá þriðja ári nemenda í hestafræðideildinni. Þá var árleg reiðsýning verðandi útskriftarnema auk þess sem verðlaunaafhending fór fram og nemendurnir klæddust hinum bláu FT-jökkum.

Útikennsla á Hólum með nemendum við Ferðamáladeild – fór fram 8. og 9. Maí 2024

Um allan Hólaskóg liggja göngustígar sem nemendur 1. ári í Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hafa síðustu áratugi að mestu lagt og haldið við, ásamt því að Sjálfboðaliðar í Náttúruvernd frá Umhverfisstofnun hafa oft komið og aðstoðað.