Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
HÁTÍÐIR Í HÁSKA?
Nemendur í Viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum standa fyrir viðburði í Mengi í Reykjavík í næstu viku um stöðu samfélagshátíða á Íslandi. Þar munu nokkrir reynslumiklir viðburðastjórar segja frá sinni reynslu af skipulagi ýmiskonar bæjar- og samfélagshátíða um land allt og helstu áskorunum sem því fylgir, auk þess sem fjallað verður um öryggismál á hátíðum. Vonast er eftir líflegum umræðum, en bæjar- og samfélagshátíðir hafa átt nokkuð undir högg að sækja hérlendis á síðustu árum, auk þess sem öryggismál á hátíðum hafa verið í brennidepli.
Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og boðið verður upp á streymi frá ráðstefnunni. Hlekk á skráningarform er að finna í Facebook viðburði ráðstefnunnar og tengill á streymi mun einnig koma þangað inn.