Bridges verkefnið á Forum on Vocational Excellence 2024

Fulltrúar frá Háskólanum á Hólum og Háskólanum á Akureyri voru á dögunum staddir í Lyon í Frakklandi, ásamt samstarfsskólum frá hinum norðurlöndunum, til að kynna Evrópusamstarfsverkefnið Bridges á ráðstefnunni Forum on Vocational Excellence 2024. Ráðstefnan er árlegur vettvangur þeirra verkefna innan menntaáætlunar Evrópusambandsins, sem heyra undir Miðstöðvar Framúrskarandi Verkmenntunar.

Nordic Bridge

Háskólinn á Hólum tekur þátt í verkefni sem styrkt er af Northern Periphery and Arctic sjóðnum (NPA). Verkefnið hefur hlotið nafnið Nordic Bridge og eru samstarfsaðilar NORD University, sem leiðir verkefnið, Lapland University of Applied Science, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE), NCE Aquaculture og Bodø Næringsforum. Um er að ræða forverkefnisstyrk þar sem grunnur verður lagður að stærra verkefni en umsókn. Skipulagðar hafa verið þrjár vinnustofur, í Noregi, á Íslandi og í Finnlandi. Vinnustofan í Noregi hefur nú þegar farið fram en áætlað er að halda vinnustofu á Akureyri þann 15. september nk og síðasta vinnustofan verður svo haldin í nóvember í Finnlandi. Tengiliður og þátttakandi í verkefninu er Anna Guðrún Edvardsdóttir, rannsóknastjóri. Hægt er að kynna sér verkefnið nánar á slóðinni https://www.holar.is/is/rannsoknir/nordic-bridge# eða hafa samband við verkefnastjóra í tölvupósti arun@holar.is.

Hross til sölu

Háskólinn á Hólum auglýsir eftirfarandi hross til sölu:

Velkomin á nýnemadaga

Haustið bankar uppá með árlegri tilhlökkun til komandi verkefna. Við á Hólum bjóðum nýnema velkomin til starfa með hæfilegri blöndu af fróðleik, skemmtun, kynningum og næringu. Nýnemadagar verða 26.-27. ágúst næstkomandi samkvæmt dagskrá sem send hefur verið út til allra sem væntanleg eru til náms. Í framhaldi af þeim hefjast fyrstu staðloturnar í Fiskeldis- og fiskalíffræðideild og ferðamáladeild og staðkennsla í hestafræðideild.

Skúli Skúlason prófessor hlýtur verðlaun Breska fiskifræðifélagsins

Breska fiskifræðifélagið (Fisheries Society of the British Isles) er alþjóðlegt félag sem styður við fræðastörf er tengjast fiskum, fiskalíffræði og nýtingu fiska. Félagið gefur út tímaritið Journal of Fish Biology og veitir styrki til rannsókna. Til þess að vekja athygli á fiskrannsóknum og til að heiðra framúrskarandi vísindamenn veitir félagið heiðursverðlaun árlega.

Hraunhellar við Mývatn – Búsvæði bleikju og smádýra – nýjar greinar.

Mývatn er um margt einstakt þegar kemur að fjölbreytileika náttúrunnar, sem sést bæði í jarð- og líffræði svæðisins. Umhverfis vatnið má finna marga vatnsfyllta hraunhella, sem heimamenn kalla gjár, og eru hvað algengastir í Haganesi og austan við fjallið Vindbelg. Í þessum hellum má víða finna dvergvaxið afbrigði bleikju – gjáarlontu

Framgangur í starfi

Einn akademískur starfsmaður Háskólans á Hólum(HH) hefur hlotið framgang í starfi að undangengnu ítarlegu mati dómnefndar á vegum Háskóla Íslands. Fulltrúi HH átti sæti í dómnefndinni en rektor HH veitir framgang.

Starf fjármálasérfræðings

Háskólinn á Hólum óskar eftir að ráða metnaðarfullan fjármálasérfræðing. Fjármálasérfræðingur starfar á stoðsviði háskólans sem veitir miðlæga þjónustu fyrir stofnunina. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Leitað er að einstaklingi sem nýtur þess að sinna fjölbreyttum verkefnum, býr yfir nákvæmni og skipulagi og sér tækifæri í tækninni.

Sumarlokun hjá Háskólanum á Hólum

Stoðþjónusta Háskólans á Hólum verður lokuð frá 1. til 29. júlí. Aðalinngangur í skólabyggingu verður læstur á þessum tíma.

FULLBÓKAÐ Hross til tamningar og þjálfunar.

FULLBÓKAÐ ER Í TAMNINGAR OG ÞJÁLFUN FYRIR ÁRAMÓT.