Starf fjármálasérfræðings

Fjármálasérfræðingur

Háskólinn á Hólum óskar eftir að ráða metnaðarfullan fjármálasérfræðing. Fjármálasérfræðingur starfar á stoðsviði háskólans sem veitir miðlæga þjónustu fyrir stofnunina. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Leitað er að einstaklingi sem nýtur þess að sinna fjölbreyttum verkefnum, býr yfir nákvæmni og skipulagi og sér tækifæri í tækninni.


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Fjárhagslegar greiningar og úrvinnsla tölulegra upplýsinga.
  • Þátttaka í eftirliti með fjármálum skólans undir handleiðslu framkvæmdastjóra.
  • Þátttaka í mótun fjármálaverkefna í samstarfi við stjórnendur og starfsmenn.
  • Afstemmingar og þátttaka í undirbúningi uppgjöra.
  • Tengiliður háskólans við m.a. Fjársýslu ríkisins, viðskiptavini og birgja.
  • Aðkoma að umsýslu rannsóknarverkefna og eftirlit með þeim í samstarfi við verkefnastjóra.
  • Ýmis önnur verkefni tengd fjármálum og daglegum rekstri.


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af greiningarvinnu og rekstri.
  • Greiningarhæfni.
  • Rík samskiptahæfni og geta til að starfa í teymi.
  • Geta til að tileinka sér nýjungar og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og sveigjanleiki.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti og geta til að miðla upplýsingum á skýran og greinargóðan hátt.



Í boði er:
Fjölskylduvænt samfélag, einstök náttúra og sögurík umgjörð.
Háskólinn aðstoðar við að útvega húsnæði í Skagafirði sé þess þörf.


Háskólinn á Hólum er framsækinn, sérhæfður háskóli á landsbyggðinni, sem býður upp á háskólanám í atvinnugreinum sem eru mikilvægar fyrir íslenskt efnahagslíf. Fræðasvið skólans eru hestafræði, ferðamálafræði og fiskeldis-, sjávar- og vatnalíffræði. Háskólinn rekur einnig bleikjukynbótastöð, sérhæft rannsóknarver og eitt stærsta hrossabú landsins.


Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Starfshlutfall er 100%.


Umsóknarfrestur er til og með 2.júli nk.

Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is).