Hross til sölu

Háskólinn á Hólum auglýsir eftirfarandi hross til sölu:

Uggi frá Hólum IS2016158300

Blup: 121

F: Eldur frá Torfunesi

M: Ferna frá Hólum

(mf: Hróður frá Refsstöðum)

Lýsing: Uggi er gangsamur, vakandi hestur og frekar þægur. Þægilegur útreiðaog ferðahestur en hentar ekki óvönum. Uggi er frekar sterkur og 142 á herðakamb. Uggi meiddist á fæti en hefur verið mikið notaður án þess að þau meiðsli hafi háð honum.

Dökkvi frá Hólum IS2014158303

Blup: 118

F: Narri frá Vestri-Leirárgörðum

M: Spes frá Hólum

Lýsing: Dökkvi er þægur hestur með frábærar grunngangtegundir. Hann er stór, um 1,45 á herðar, þó ekki faxmikill. Dökkvi hefur allt sem þarf til þess að verða góður keppnishestur í fjórgangi eða fimmgangi. Hann hefur mikið jafnaðargeð, er með ágæta framhugsun en sýnir aldrei ofríki. Dökkvi er mjög skólaður og kann flestar fimiæfingar.

Frestur til að skila inn tilboðum er til og með 15. september nk. Tilboð skal senda með tölvupósti á svið mannauðs, gæða og rekstrar við Háskólann á Hólum á netfangið mgr@holar.is. Í tölvupóstinum skal koma fram upphæð tilboðs, sem og nafn og kennitala tilboðsgjafa. Sé óskað eftir frekari upplýsingum um hrossin eða varðandi tilboðsferlið er hægt að senda fyrirspurnir á sama netfang.

Háskólinn á Hólum áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum ef svo ber undir. Ef tilboðið inniheldur fyrirvara um heilbrigðisskoðun skal tilboðsgjafi bera allan kostnað af skoðuninni.