Hross til sölu

Háskólinn á Hólum auglýsir eftirfarandi hross til sölu:

Andrá frá Hólum IS2015258307
Blup: 107
F: Hausti frá Kagaðarhóli
M: Þeysa frá Hólum

Lýsing: Andrá hefur góðan grunn í þjálfun, er með mjúkt og nokkuð hreint tölt og gott skeið. Andrá er viljug og stutt í spennu en þjál og jákvæð ef rétt er haldið á þjálfun. Gott útreiðar- og ferðahross, hugsanlega afkastahross á skeiði.

 

Ára frá Hólum IS2013258307
Blup: 111
F: Hágangur frá Narfastöðum
M: Þeysa frá Hólum

Lýsing: Ára hefur verið skólahestur á Hólum til margra ára. Ára er falleg og með 9 fyrir háls í kynbótadómi. Hún hefur mikla hæfileika en er að reynast of spennt í skólanum, þolir illa sífelld knapaskipti. Ára gæti hentað sem keppnishross í B-flokk og tölti með réttri þjálfun.

 

Elding frá Hólum IS2018258310
Blup: 130
F: Þráinn frá Flagbjarnarholti
M: Þraut frá Hólum

Lýsing: Elding fór í dóm fjögurra vetra og fór þá strax yfir 8 í aðaleinkunn. Hún er mjög falleg og geðgóð með gott rými. Elding er fylfull við Hannibal frá Þúfum.

 

Ísafold frá Hólum IS2013258301
Blup: 123
F: Skýr frá Skálahoti
M: Storð frá Hólum

Lýsing: Ísafold er mikið tamin, falleg og með góða útgeislun. Töltið er hennar aðall og getur hún gert flestar hliðargangsæfingar á tölti vel. Ísafold er viljug, þjál og traust. Alsystir Ísafoldar, Íshildur, fór í frábæran dóm í sumar.

 

Náð frá Hólum IS2020258302
Blup: 118
F: Sægrímur frá Bergi
M: Völva frá Hólum

Lýsing: Náð er einungis fjögurra vetra með spennandi ætt. Hún er reist, þjál og létt. Náð er léttstíg og sýnir allan gang. Hún hefur verið þjálfuð í um 7 mánuði. Gangtegundir eru aðskildar en jafnvægislitlar ennþá.

 

Frestur til að skila inn tilboðum er til og með 16. desember 2024. Tilboð skal senda með tölvupósti á svið mannauðs, gæða og rekstrar við Háskólann á Hólum á netfangið mgr@holar.is. Í tölvupóstinum skal koma fram upphæð tilboðs, sem og nafn og kennitala tilboðsgjafa. Sé óskað eftir frekari upplýsingum um hrossin eða varðandi tilboðsferlið er hægt að senda fyrirspurnir á sama netfang.

 

Háskólinn á Hólum áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum ef svo ber undir. Ef tilboðið inniheldur fyrirvara um heilbrigðisskoðun skal tilboðsgjafi bera allan kostnað af skoðuninni.