Reiðnámskeið - fimi og flæði
13.02.2021 | Frétt
Nemendur á 2. ári við Hestafræðideild Háskólans á Hólum munu bjóða upp á almennt reiðnámskeið í Svaðastaðahöll á Sauðárkróki. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 23. febrúar nk. Kennt verður í 4-5 manna hópum, hver tími er 50 mín. kl.17-22.
Kennslan skiptist í 6 verklega tíma og 2 bóklega.
Dagsetningar námskeiðsins eru 23. og 24. feb og 4., 9., 17. og 18. mars.