Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Sveinn Ragnarsson sem hefur verið deildarstjóri Hestafræðideildar frá ágúst 2013, fór í rannsóknaleyfi nú í byrjun apríl og mun verða í því til ársloka 2021. Sveinn sem er með doktorspróf í fóðurfræði hesta mun kynna sér sérstaklega hvaða áhrif samskipti við hesta hafa á menn. Hann mun sækja námskeið gegnum netið og fara utan á tímabilinu til að kynna sér nánar þetta fræðasvið. Það er í reglum um akademíska starfsmenn að þeir eigi reglulega kost á að endurmennta sig með því að taka rannsóknaleyfi. Það er afar verðmætt til að þeir fylgi eftir þeirri öru þróun þekkingar sem á sér stað í fræðaheiminum, sem og fyrir þróun háskólastarfsins.
Í fjarveru Sveins verður Elisabeth Jansen starfandi deildarstjóri Hestafræðideildar, en Elisabeth hefur verið kennari við Hestafræðideild frá árinu 2010. Hún er með meistarapróf í umhverfis-og auðlindafræðum og útskrifaðist sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum vorið 2004.
Við óskum Sveini góðs gengis í rannsóknaleyfinu og bjóðum Elisabethu velkomna til starfa í fjarveru Sveins.