Staða lektors við Hestafræðideild Háskólans á Hólum

Við Hestafræðideild Háskólans á Hólum er laus staða lektors. Við erum að leita eftir einstaklingi sem hefur þekkingu og reynslu á sviði hestafræða eða í skyldum greinum, s.s. búvísindum eða dýralækningum. Þekking á kennslufræði er kostur. Mikilvægt er að búa yfir reynslu og miklum áhuga á hestum.

Í starfinu felst:
• Kennsla í grunn-og framhaldsnámi
• Rannsóknir og öflun rannsóknastyrkja
• Virk þátttaka í gæðastarfi og stjórnun deildarinnar og háskólans
• Erlent og innlent samstarf

Menntunar- og hæfnikröfur:
• Meistaragráða eða sambærilegt, doktorspróf er kostur
• Reynsla af rannsóknum og stjórnun
• Hæfni í samskiptum og geta til samstarfs í nútímaháskólaumhverfi
• Ábyrgð, frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni

Hestafræðideild Háskólans á Hólum býður upp á BS nám í reiðmennsku og reiðkennslu auk meistaranáms í hestafræðum. Markmið Hestafræðideildar er að veita fagmenntun á sviði reiðmennsku, reiðkennslu, tamninga og hestahalds og að vinna að þróun og nýsköpun með rannsóknastarfsemi.

Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna um nýráðningar og framgang akademískra starfsmanna við Háskólann á Hólum. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Um 100 % stöðu er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2021 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinn Ragnarsson, deildarstjóri, í síma 8611128, netfang sveinn@holar.is.

Umsóknir skulu berast á netfangið umsoknir@holar.is merktar „lektor hestafræði“. Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum, ferilskrá og samantekt fræðastarfs. Einnig skal fylgja kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir störfum sínum við kennslu og rannsóknir. Umsækjandi skal útvega tvenn meðmæli sem meðmælendur sendi beint á ofangreint netfang.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.