Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Þær Jessica Faustino Aquino lektor og Georgette Leah Burns fyrrum deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum hafa fengið birtan bókarkafla sem ber heitið „Creative Tourism: The Path to a Resilient Rural Icelandic Community“. Þar fjalla þær um það með hvaða hætti áfangastaðir ferðamanna þar sem sköpun er í fyrirrúmi geta bætt búsetuskilyrði og efnahag á dreifbýlum svæðum. Húnaþing vestra og hugmyndafræðin á bak við Selasetur Íslands er notuð sem raundæmi í rannsókninni. Horft er til þess hvernig uppbygging á skapandi ferðaþjónustu hefur verið notuð til að efla seiglu í hinu fámenna samfélagi í Húnaþingi vestra. Einnig er rýnt í það hvernig seigla samfélaga getur þróast í gegnum stuðning við sjálfbæra þróun menningar.
Sjá nánar:
Aquino, J. F., & Burns, G. L. (2021). Creative Tourism: The Path to a Resilient Rural Icelandic Community. In Creative Tourism in Smaller Communities: Place, Culture, and Local Representation. Calgary: University of Calgary Press. Sótt af http://hdl.handle.net/1880/113280