Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Konráð Valur reiðkennari við Hólaskóla náði þeim góða árangri að enda í 3. sæti í einstaklingskeppni í Meistaradeild Líflands 24. apríl og var það annað árið í röð sem hann nær þeim magnaða árangri.
Konráð Valur keppti í þremur greinum í Meistaradeild Líflands, gæðingaskeiði, 150 m skeiði og fljúgandi skeiði. Hann náði 1.-2. sæti í gæðingaskeiði á hinum unga og efnilega stóðhesti Tangó frá Litla-Garði með einkunnina 7,96. Hann varð í 5. sæti í 150 m skeiði á Kjarki sínum frá Árbæjarhjáleigu II á tímanum 15,42 sek og þeir félagarnir voru einnig í 1. sæti í fljúgandi skeiði. Kjarkur rann í gegnum Ingólfshvolshöllina á tímanum 5,77 sek.
Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II er 15 vetra geldingur undan Gídeon frá Lækjarbotnum og Heklu frá Skarði. Skemmtileg staðreynd um hinn margreynda Kjark frá Árbæjarhjáleigu er að þetta var hans 87. sigur með knapa sínum Konráði Val. Kjarkur er því að festa sig í sessi sem einn sigursælasti keppnishestur sem Ísland hefur alið af sér.
Við óskum Konráði Val til hamingju með árangurinn.