26.02.2024 | Frétt
Nú í febrúar kom út skýrsla um frumhönnun endurreisnar þjóðmenningarstaðarins Hóla í Hjaltadal. Höfundur skýrslunnar er Arna Björg Bjarnadóttir en skýrslan er unnin af frumkvæði Háskólans á Hólum, vígslubiskups Hólastiftis, Söguseturs íslenska hestsins og SSNV með stuðningi frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
14.02.2024 | Frétt
Meghan kom til Íslands sem Fulbright fræðimaður. Hún vann einnig að verkefni með Youth for Arctic Nature undir forystu Dr. Jessica Aquino (frá Háskólanum á Hólum) á Íslandi og í Noregi.
14.02.2024 | Frétt
Hnattræn hlýnun er talin hafa verulega neikvæðar afleiðingar fyrir margar tegundir lífvera. Tegundir í ferskvatni sem treysta á umhverfishita til að viðhalda efnaskiptum eru sérstaklega viðkvæmar, því oft eiga þær enga möguleika á að flytja í betri búsvæði. Þær hafa því aðeins tvo möguleika, að aðlagast hækkuðum hita eða að deyja út.
12.02.2024 | Frétt
Fjölbreytni innan tegunda er mjög algeng hjá ferskvatnsfiskum á norðurslóðum. Slík fjölbreytni er sérstaklega áberandi hér á landi og er tilkomin vegna flókins samspils vist-, þróunar- og þroskunarfræðilegra þátta sem leiða til myndunar afbrigða og jafnvel nýrra tegunda.
09.02.2024 | Frétt
Rétturinn til mótmæla, inngilding í stjórnmálum og samfélagi, aðgerðir gegn hatursorðræðu, áskoranir íslensks fjölmenningarsamfélags, tónleikar með Elínu Hall og hvít forréttindi og rasismi er meðal þess sem verður til umfjöllunar á árlegum Jafnréttisdögum sem fram fara í háskólum landsins dagana 12.-15. febrúar.
07.02.2024 | Frétt
Jafnréttisdagar- samstarf allra íslnsku háskólana byrja 12. febrúar með þéttri dagskrá
01.02.2024 | Frétt
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) auglýsir rannsóknastyrki til meistaranema sem vinna
lokaverkefni um atvinnulíf menningar og skapandi greina og þau fjölþættu og fjölbreyttu samfélags- og efnahagsáhrif sem þessi starfsemi leiðir af sér. Umsækjendur þurfa að stunda meistaranám við
viðurkenndan háskóla, hvort sem er á Íslandi eða erlendis, og verkefnið þarf að fjalla um eða hafa
tengingu við íslenskt samfélag.
26.01.2024 | Frétt
Starfsfólk Ferðamáladeildar kynnti starfsemi deildarinnar á Mannamótum markaðsstofanna nýverið og skoðaði þá fjölbreyttu ferðaþjónustu sem í boði er um allt land. Núverandi nemendur á grunn og framhaldsstigi tóku einnig þátt.
19.01.2024 | Frétt
Undanfarna mánuði hefur stýrihópur, skipaður fulltrúum Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum, unnið að því að meta fýsilega kosti um aukið samstarf eða sameiningu háskólanna tveggja.
Í því skyni voru fjórar mögulegar útfærslur greindar varðandi aukið samstarf eða sameiningu: Aukið formlegt samstarf, óbreytt samstarf, sameining að fullu og ný háskólasamstæða.
05.01.2024 | Frétt
Kennsla hefst að loknu jólafríi