Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Hnattræn hlýnun er talin hafa verulega neikvæðar afleiðingar fyrir margar tegundir lífvera. Tegundir í ferskvatni sem treysta á umhverfishita til að viðhalda efnaskiptum eru sérstaklega viðkvæmar, því oft eiga þær enga möguleika á að flytja í betri búsvæði. Þær hafa því aðeins tvo möguleika, að aðlagast hækkuðum hita eða að deyja út. Það getur verið erfitt að rannsaka þessa þætti, því þróun tegunda á sér stað á mörgum kynslóðum. Hér á Íslandi höfum við þó náttúrulegar aðstæður sem gera þetta mögulegt, þar sem heitt vatn rennur víða og hitar upp ferskvatn. Í þessum vötnum eru oft hornsíli, sem þola mjög fjölbreytt hitastig.
Í nýrri grein í tímaritinu Ecology and Evolution (https://doi.org/10.1002/ece3.10907) birtast niðurstöður tilrauna þar sem rannsakað var hversu vel hornsíli sem finnast í misgömlum heitum búsvæðum hafa aðlagast að heitu umhverfi. Greinilegt var að hornsílin í heitum búsvæðum höfðu aðlagast að umhverfi sínu betur en hornsíli sem alin voru upp í kaldari búsvæðum og flutt í hitann. Þau hornsíli þrifust verr og höfðu í sér fleiri sníkjudýr en þau sem alin höfðu verið upp í hitanum.
Greinin er ein fjölmargra sem birst hafa um samstarfsverkefni Háskólans í Glasgow, þar sem Kevin Parsons er verkefnisstjóri, og Háskólans á Hólum. Aðalhöfundur hennar, Bethany Smith, varði nýlega doktorsritgerð sína við Háskólann í Glasgow, en leiðbeinendur hennar voru Kevin Parsons og Bjarni K. Kristjánsson.