25.03.2024 | Frétt
Nemendur í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum héldu í síðustu viku glæsilega ráðstefnu um stöðu viðburðastjórnunar á Íslandi. Hátíðin var haldin á Björtuloftum í Hörpu í góðu samstarfi við starfsfólk Hörpu.
15.03.2024 | Frétt
Dregið var út í Hólahappi í dag. Hólahappið var skemmtilegur leikur þar sem fólk sem kom og kynnti sér Háskólan á Hólum á kynningum á Háskóladögum.
14.03.2024 | Frétt
Út er komin skýrsla ferðamáladeildar Háskólans á Hólum (HH) og Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála RMF) sem ber heitið Ábyrg eyjaferðaþjónusta: sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu í Grímsey og Hrísey.
14.03.2024 | Frétt
Það eru endalausar leiðir til að tengjast hestum og þjálfa þá - hver verður þín?
04.03.2024 | Frétt
Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda (The Nordic Biodiversity Framework) er nýtt verkefni samstarfsvettvangsins BIODICE sem nýlega fékk styrk (um 31 mkr.) frá Norræna vinnuhópnum um líffræðilega fjölbreytni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.
04.03.2024 | Frétt
Dagana 27. og 28. febrúar var haldinn fundur á Hólum í verkefninu „Sjálfbært eldi, ræktun og nýting lagalífvera á Íslandi: Uppbygging náms og rannsókna á háskólastigi“ sem styrkt er af Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Markmið verkefnisins er að skapa tækifæri fyrir menntun og rannsóknir á sviði lagareldis á Íslandi.
01.03.2024 | Frétt
Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands undirrituðu 31. janúar síðastliðinn rammasamkomulag um samstarf stofnananna um rannsóknir og miðlun á sviði náttúrufræða. Markmið samkomulagsins er að efla samstarf fræðimanna og nemenda á vegum stofnananna um rannsóknir og miðlun á fræðasviðum sínum.
01.03.2024 | Frétt
Rannsóknasetur skapandi greina var stofnað síðastliðið sumar og efnir nú til síns fyrsta málþings. Á málþinginu verður fjallað um fyrirliggjandi rannsóknir á menningu og skapandi greinum og þörf á frekari rannsóknum og greiningum. Rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina skortir tilfinnanlega í dag en þær eru forsenda fyrir uppbyggingu atvinnuvegarins og skilningi stjórnvalda og hagsmunaaðila á einkennum, tækifærum og áskorunum
28.02.2024 | Frétt
Háskóladagurinn verður 2. mars. Hvetjum alla til að koma og kynna sér allt það spennandi nám sem er í boði.
28.02.2024 | Frétt
Rannsóknasetur skapandi greina hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest vegna rannsóknastyrkja til meistaranema til 22. mars næstkomandi. Styrkirnir eru ætlaðir meistaranemum sem vinna lokaverkefni um atvinnulíf menningar og skapandi greina og þau fjölþættu og fjölbreyttu samfélags- og efnahagsáhrif sem þessi starfsemi leiðir af sér. Umsækjendur þurfa að stunda meistaranám við viðurkenndan háskóla, hvort sem er á Íslandi eða erlendis, og verkefnið þarf að fjalla um eða hafa tengingu við íslenskt samfélag.