Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Nemendur í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum héldu í síðustu viku glæsilega ráðstefnu um stöðu viðburðastjórnunar á Íslandi. Hátíðin var haldin á Björtuloftum í Hörpu í góðu samstarfi við starfsfólk Hörpu.
Nemendur sáu sjálf um alla skipulagningu og framkvæmd ráðstefnunnar. Fram komu Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sem sagði frá skipulagi öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi á síðasta ári, Vigdís Jakobsdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík sem fjallaði um hátíðina, Jóhann Þór Jónsson mótsstjóri á Símamótinu sem fjallaði um mikilvægi sjálfboðaliða, Jónas Sigurðsson frumkvöðull og tónlistarmaður kom með innlegg, Kristján Freyr rokkstjóri Aldrei fór ég suður fjallaði um hátíðina, Guðrún Kristinsdóttir frá Íslandsstofu fjallaði um ráðstefnur og Axel Ingi Ólafsson frá CCX fjallaði um tæknimál og skipulag stórra viðburða.
Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum ávarpaði ráðstefnuna og fulltrúi Hörpu var Ása Berglind Hjálmarsdóttir verkefnastjóri dagskrárgerðar sem fjallaði um viðburði í Hörpu. Um samantekt sá Ingibjörg Sigurðardóttir deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum. Tónlistaratriði kom úr nemendahópnum þegar María Bóel söng fyrir gesti með aðstoð frá Gunni Arndísi. Ráðstefnan var styrkt af Háskólanum á Hólum, Hörpu og veitingaaðilum í Hörpu.
Daginn fyrir ráðstefnuna heimsóttu nemendur einnig Íslandsstofu og KSÍ þar sem þau fengu fræðslu um viðburðastjórnun.
Húsfyllir var á Björtuloftum og framkvæmd hátíðarinnar fór mjög vel fram. Framkvæmd ráðstefnunnar er hluti af námi hópsins, en nú stunda 26 nemendur nám í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum. Námið er eins árs diplómanám og fer fram í fjarnámi með staðbundnum lotum.