Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Út er komin skýrsla ferðamáladeildar Háskólans á Hólum (HH) og Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála RMF) sem ber heitið Ábyrg eyjaferðaþjónusta: sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu í Grímsey og Hrísey.
Í skýrslunni er farið yfir helstu niðurstöður rannsókna sem fram fóru í eyjunum tveimur sumarið 2023, þar sem gögnum var aflað með vettvangsathugunum, rýnihópaviðtölum, spurningakönnunum meðal íbúa og ferðamanna, auk GPS-rakninga meðal ferðamanna. Rannsóknin síðastliðið sumar var framhald rannsókna í Grímsey sumarið 2022.
Niðurstöður sýna að margt í eðli ferðamennsku og ferðaþjónustu í eyjunum tveimur er áþekkt og áhrifin svipuð. Margt er líka afar ólíkt, sem má meðal annars tengja mismunandi landfræðilegri legu og aðgengi að eyjunum. Á báðum stöðum er vilji fyrir frekari markaðssetningu til bæði innlendra og erlendra ferðamanna og meirihluti íbúa telur ferðamenn almennt ganga vel um, virða náttúru og hafa jákvæð áhrif á samfélögin. Ferðamenn eru almennt áægðir með heimsókn sína til Grímseyjar og Hríseyjar, þar sem náttúra og fuglalíf er í báðum tilvikum helsta aðdráttaraflið, auk þess sem heimskautsbaugurinn í Grímsey dregur mjög að ferðamenn
Höfundar skýrslunnar eru Laufey Haraldsdóttir lektor í ferðamáladeild HH og Ása Marta Sveinsdóttir sérfræðingur hjá RMF.
Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér
Byggðarannsóknasjóður og Vísindasjóður HA styrkti rannsóknina.