Rannsóknasetur skapandi greina auglýsir rannsóknastyrki
01.02.2024 | Frétt
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) auglýsir rannsóknastyrki til meistaranema sem vinna
lokaverkefni um atvinnulíf menningar og skapandi greina og þau fjölþættu og fjölbreyttu samfélags- og efnahagsáhrif sem þessi starfsemi leiðir af sér. Umsækjendur þurfa að stunda meistaranám við
viðurkenndan háskóla, hvort sem er á Íslandi eða erlendis, og verkefnið þarf að fjalla um eða hafa
tengingu við íslenskt samfélag.