Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Ráðstefnan Íslenska þjóðfélagið haldin í Háskólanum á Hólum dagana 23. – 24. maí 2025
Einstaklingur og samfélag
Kall eftir ágripum
Kallað er eftir ágripum erinda fyrir XVII. ráðstefnu Íslenska þjóðfélagsins, sem Háskólinn á Hólum gengst fyrir á Hólum, 23. til 24. maí, 2025.
Ráðstefna um íslenska þjóðfélagið verður haldin dagana 23. - 24. maí 2025 í Háskólanum á Hólum. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Einstaklingur og samfélag. Ráðstefnan er vettvangur fræðafólks sem stundar rannsóknir er tengjast yfirskrift ráðstefnunnar til að hittast, kynna rannsóknir sínar, styrkja tengslin og stofna til nýrra tengsla. Samfélög taka sífelldum breytingum og ör þróun er eitt af einkennum nútímasamfélags. Einstaklingar taka mið af samfélagi sínu og hvernig þeir bregðast við þeim hnattrænu áskorunum og áhrifum sem nútímasamfélög standa frammi fyrir er áhugavert viðfangsefni. Á ráðstefnunni verða þessi tengsl einstaklings og samfélags skoðuð út frá ýmsum sjónarhornum og fræðigreinum.
Ágrip af erindum skulu vera að hámarki 250 orð og berast eigi síðar en mánudaginn 7. apríl, 2025. Þá er gert ráð fyrir að hver höfundur flytji einn fyrirlestur, en hægt er að óska eftir að fá að flytja einn í viðbót ef rúm er til þess í dagskránni. Senda skal ágrip til Önnu Guðrúnar Edvardsdóttir á netfangið arun@holar.is
Gagnlegar upplýsingar:
Ráðstefnan verður haldin í húsnæði Háskólans á Hólum sem er skipuleggjandi ráðstefnunnar.
Dagskrá ráðstefnunnar er enn í mótun, en stefnt er að því að hefja dagskrána á föstudagsmorguninn kl. 8.30 og ljúka henni síðdegis á laugardeginum. Ráðstefnugjald er 25.000 en hækkar í kr. 28.000 ef greitt er eftir 1. maí. Innifalið: Ráðstefnugögn, tveir léttir hádegisverðir og kaffiveitingar.
Skráning og greiðsla hér.
Ýmsir gistimöguleikar er til staðar á Hólum og í nágrenninu. Á Hólum er í boði gisting í herbergjum og íbúðum með eldunaraðstöðu en enginn morgunverður er í boði.
Háskólanemar fá frítt á ráðstefnun, en greiða fyrir hádegisverði. Greitt er sérstaklega fyrir hátíðarkvöldverð. Á föstudeginum verður farið í vettvangsferð á sýningarnar í Kakalaskála. Að því loknu verður hátíðarkvöldverður í Kakalaskála. Verð fyrir hátíðarkvöldverð er kr. 11.900. Matseðilinn má finna hér fyrir neðan en skráning á hátíðarkvöldverðinn er hér.
Frekari upplýsingar veitir Anna Guðrún Edvardsdóttir, arun@holar.is