Viðburðir

29. mar | kl. 13:00-15:00
3. árs nemar Hestafræðideildar Háskólans á Hólum verða með sýnikennslu í Reiðhöllinni í Víðidal. Öll velkomin
Reiðhöllin Víðidal
23. maí | kl. 08:30
Ráðstefna um íslenska þjóðfélagið verður haldin dagana 23. - 24. maí 2025 í Háskólanum á Hólum. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Einstaklingur og samfélag. Ráðstefnan er vettvangur fræðafólks sem stundar rannsóknir er tengjast yfirskrift ráðstefnunnar til að hittast, kynna rannsóknir sínar, styrkja tengslin og stofna til nýrra tengsla. Samfélög taka sífelldum breytingum og ör þróun er eitt af einkennum nútímasamfélags. Einstaklingar taka mið af samfélagi sínu og hvernig þeir bregðast við þeim hnattrænu áskorunum og áhrifum sem nútímasamfélög standa frammi fyrir er áhugavert viðfangsefni. Á ráðstefnunni verða þessi tengsl einstaklings og samfélags skoðuð út frá ýmsum sjónarhornum og fræðigreinum.
Háskólinn á Hólum - Hólar í Hjaltadal