Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Guðni Ágústsson ásamt Guðjóni Ragnari Jónassyni, rithöfundi og syni hans Ágústi Guðjónssyni sóttu Hóla heim um sl. helgi. Guðni og Guðjón vinna nú að annari bók um Guðna á ferð og flugi og er ætlunin að fjalla um Hóla í bókinni. Hólmfríður rektor og Sveinn deildarstjóri hestafræðideildar tóku á móti gestunum og sýndu þeim aðstöðu hestafræðideildarinnar. Guðni studdi vel við uppbyggingju Háskólans á Hólum í sinni ráðherratíð og er hesthúsið Brúnastaðir skírðir í höfuðið á bænum sem Guðni er ættaður frá. Í hádeginu snæddu gestirnir Hólableikju á Kaffi Hólar og bættust þá við í hópinn Skúli Skúlason, fyrrverandi rektor Háskólans á Hólum og Sólrún Harðardóttir, eiginkona Skúla. Miklar og fjörugar umræður spunnust yfir matnum og var greinilegt að umhyggja Guðna fyrir skólanum er enn mikil.