Velgengni Hólamanna á uppskeruhátíð LH

Á verðlaunahátíð Landssambands hestamannafélaga síðastliðna helgi tilkynnti valnefnd LH hvaða knapar fengju knapaverðlaun ársins í ýmsum greinum ásamt því að keppnishestabú ársins var valið. Verðlaunin byggja á frammistöðu þeirra á keppnisbrautinni síðastliðið ár.
Skeiðknapi ársins 2021 var valinn Konráð Valur Sveinsson fyrrum nemandi og kennari hér við Hestafræðideildina á síðastliðnu ári. Efnilegasti knapi ársins 2021 var valinn Guðmar Freyr Magnússon sem er nemandi okkar á 2. ári, og keppnishestabú ársins 2021 var valið Þúfur sem er í eigu yfirreiðkennara skólans, Mette Mannseth og mannsins hennar Gísla Gíslasonar.
Einnig var Þórarinn Eymundsson reiðkennari skólans tilnefndur sem kynbótaknapi og gæðingaknapi ársins! Margir fleiri tilnefndra eru fyrrum nemendur Hestafræðideildarinnar.

Við erum afar stolt af velgengni Hólamanna og óskum við öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju!

Sjá nánar frétt hjá LH

       

Myndirnar eru fengnar að láni af Facebook.