Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Nýlega voru nemendur á fyrsta ári við Ferðamáladeild í staðarlotu hér heima á Hólum á námskeiðinu gönguferðir, leiðsögn og stígagerð. Námskeiðið er stór þáttur fyrir nemendurna til að fá landvarðaréttindi sem Umhverfisstofnun svo veitir.
Í staðarlotunni hönnuðu nemendurnir og útfærðu verkefni um náttúrutúlkun. Verkefnið var á þá leið að þau framkvæmdu gönguferð með náttúrutúlkun inni í Hólaskógi þar sem nemendur úr efri bekkjum Grunnskólans Austan Vatna voru með í för og fengu að njóta og fræðast um náttúruna.
Í staðarlotunni er göngustígagerð einnig hluti námskeiðsins þar fengu nemendur verklega kennslu við stígagerðina og ber Hólaskógur sýnileg merki um alla þá vinnu sem nemendur ferðamáladeildar hafa lagt á sig í gegnum tíðina.
Þess má einnig geta að Háskólinn á Hólum og Grunnskólinn Austan Vatna á Hólum hafa lengi verið í góðu samstarfi þar sem nemendur grunnskólans hafa tekið þátt í viðhaldi stíganna og útikennslu í skóginum.
Öll vinnan við stígagerðina er ekki möguleg nema vegna þeirrar vinnu sem heimamenn á Hólum hafa lagt á sig til við að grisja skóginn og saga niður tré sem fallið hafa svo hægt sé að halda áfram að viðhalda og nota það góða stígakerfi sem er í skóginum.