Umfjöllun um sinubeit hrossa á vísindavefnum

Vísindavefur Háskóla Íslands er mörgum að góðu kunnur, en þangað er hægt að senda inn spurningar um allt milli himins og jarðar og fá svör frá fræðimönnum sem hafa þekkingu á viðkomandi efni. Á vísindavefnum má finna gríðarmikinn fróðleik. Ritstjórn vísindavefsins sér um að svörin sem og framsetning þeirra séu vönduð. Um vísindavefinn er hægt að lesa nánar á slóðinni https://www.visindavefur.is

Fræðimenn Háskólans á Hólum eru stundum fengnir til að svara spurningum sem berast vísindavefnum og að þessu sinni svarar Guðrún J. Stefánsdóttir dósent við Hestafræðideild spurningu um sinubeit hrossa –sjá slóðina https://www.visindavefur.is/svar.php?id=82042.