Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Í lok síðustu viku fór fram ráðstefnan Lagarlíf á Grand Hótel í Reykjavík. Alls mættu fimm starfsmenn háskólans á Hólum á ráðstefnuna, og flutti Hólmfríður Sveinsdóttir rektor m.a. erindi um "Mikilvægi menntunar í fiskeldi”.
Ráðstefnan Lagarlíf snýr að eldi og ræktun lífvera í sjó og ferskvatni við strandlengju landsins, og þeim fyrirtækjum sem stunda og tengjast slíkri framleiðslu. Metaðsókn var á ráðstefnuna í ár, og hvert erindi öðru betra. Ráðstefnur sem þessar eru mikilvægar fyrir starfsfólk fiskeldis- og fiskalíffræðideildar og gefur þeim tækifæri til að kynna sér nýjungar og hitta fólk sem vinnur í fiskeldi eða í tengdum þjónustufyrirtækjum. Þar gefast líka fjölmörg tækifæri til að byggja upp tengslanet skólans við mikilvægar og vaxandi atvinnugreinar.