Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Stefnumótunardagur haldinn í Háskólanum á Hólum
Eftir málstofu um menntun í sjávarútvegi á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu í nóvember sl. var settur saman hópur undir yfirskriftinni Samstarfsvettvangur um menntun í sjávarútvegi. Hópurinn hefur fundað nokkrum sinnum en ákveðið var að til að stilla fókusinn enn frekar að taka saman vinnudag, -og fara út úr bænum til að kúpla sig sem mest frá daglegum verkefnum.
Mánudaginn 8. maí var haldinn var vinnufundur í Háskólanum á Hólum þar sem aðilar komu saman og hófst fundurinn á því að Hólmfríður Sveinsdóttir rektor á Hólum bauð gesti velkomna. Í framhaldið hófst tvískipt dagskrá; fyrri hluti vinnunnar snéri að verkefninu Auðlindin okkar sem er verið að vinna fyrir Matvælaráðuneytið og var hópurinn beðinn um að koma með tillögur í tengslum við það starf. Seinni hluti vinnudagsins fór í stefnumótunarvinnu tengda starfi þessa hóps.