Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Föstudaginn 9. nóvember var skrifað undir samkomulag milli Byggðastofnunar og Háskólans á Hólum um samstarf. Arnar Már Elíasson forstjóri og Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs skrifuðu undir fyrir hönd Byggðastofnunar og Hólmfríður Sveinsdóttir rektor og Anna Guðrún Edvardsdóttir rannsóknarstjóri fyrir hönd Háskólans á Hólum.
Markmið samkomulags er að stuðla að auknu samtali og samstarfi í atvinnu- og byggðaþróun. Samstarf hingað til hefur verið farsælt en með því að setja um það umgjörð, meðal annars með áformum um reglubundið samráð, fræðslu og rannsóknir, standa vonir til að stuðlað verði að auknum ávinningi og áframhaldandi byggðaþróun landsbyggðanna. Tengiliðir samstarfs eru Hanna Dóra Björnsdóttir sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar og Anna Guðrún Edvardsdóttir rannsóknarstjóri Háskólans á Hólum.