Reiðkennari við Háskólann á Hólum

Auglýst er til umsóknar staða reiðkennara við Hestafræðideild Háskólans á Hólum. Hestafræðideild háskólans veitir fagmenntun á sviði hestafræða, tamninga, reiðmennsku og reiðkennslu og vinnur að þróun og nýsköpun fræðasviðsins í rannsóknastarfi. Hólar eru fjölskylduvænn staður og á staðnum er leik- og grunnskóli.

Starfssvið
• Reiðkennsla og tengd verkefni.
• Þjálfun á hestakosti háskólans og sýningar.

Menntunar- og hæfnikröfur
• Reiðkennaramenntun og reynsla af reiðkennslu, keppni og sýningum.
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu.

Um er að ræða 100% stöðu. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Umsóknarfrestur um starfið er til 9. september 2021 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Vinsamlega sendið umsóknir ásamt ferilsskrá og staðfestingu á menntun á netfangið umsoknir@holar.is merkt reiðkennari. Nánari upplýsingar um starfið veita Elisabeth Jansen deildarstjóri (jansen@holar.is) og í síma 8623788 og Mette Mannseth (mette@holar.is) og í síma 8338876. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.