Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Á árunum 2018–2019 gengu flóðbylgjur erlendra ferðamanna yfir landið og sáust þeir víða á randi hvort sem var að sumri eða vetri. Á þeim tíma breyttust ýmsar aðstæður hratt í ferðaþjónustunni. Vegna erfiðleika við að manna allar stöður með íslenskum starfsmönnum myndaðist mikil þörf fyrir fjölgun erlends starfsfólks. Við það breyttust samskipti við þjónustufólk í „framlínunni“ þannig að enska heyrðist töluð á flestum stöðum. Á sama tíma varð sömuleiðis áberandi fjölgun þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem báru ensk nöfn og nýjustu skiltin, sem auglýstu vörur og þjónustu, voru meira og minna á ensku. Þegar Íslendingar ferðuðust sjálfir sem mest innanlands á árinu 2020 vegna Covid19 heimsfaraldurs fengu þeir oftar en ekki fyrirmyndar afgreiðslu og þjónustu á ensku og urðu að kyngja því að lesa matseðla, auglýsingar og tilkynningar sömuleiðis á ensku.
Ágústa Þorbergsdóttir, starfsmaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Anna Vilborg Einarsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir, lektorar við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, réðust í rannsókn á hvert væri ráðandi tungumál í íslenskri ferðaþjónustu.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna stöðu íslensku í markaðssetningu ferðaþjónustunnar og afla þekkingar á viðhorfi ferðaþjónustuaðila til tungumála í ferðaþjónustu með það fyrir augum að öðlast skilning á ákvörðun þeirra að velja fremur ensku en íslensku í kynningarefni sínu, á matseðlum og skiltum. Spurt var hvaða þættir ráða því hvort enska eða íslenska verður ráðandi tungumál í ferðaþjónustunni.
Niðurstöður gefa til kynna að ferðaþjónustuaðilum virðist ekki auðvelt að halda íslenskri tungu á lofti eða nota hana í þjónustu sinni. Þeir telja að enska verði að vera ráðandi tungumál í ferðaþjónustu, sérstaklega í markaðssetningu og færri en fleiri sjá ástæðu til þess að nota íslensku meðfram ensku. Nú er komin út skýrsla um þessa rannsókn og má lesa hana hér.