Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Vegna framkvæmda í Aðalbyggingu Háskólans á Hólum þarf að færa Nýnemadaga í Menningarhúsið Miðgarð í Varmahlíð.
Ljóst er að þessi breyting hefur áhrif á áætlanir nýnema en reynt verður að koma til móts við þá eins og hægt er.
Boðið verður upp á rútuferðir í upphafi dags frá Hólum að Miðgarði og eftir að dagskrá lýkur heim að Hólum aftur.
Rútur fara frá Hólum kl. 8:15 á mánudagsmorgni og dagskrá hefst þar kl. 9:00.
Að lokinni dagskrá í Miðgarði á mánudegi og þriðjudegi verður dagskrá síðdegis á Hólum þar sem nemendur gera sér glaðan dag. Sú dagskrá verður kynnt nánar á mánudag.
Skólinn mun bjóða nemendum upp á hádegishressingu í Miðgarði þessa daga.
Til upplýsinga er rétt að árétta:
Á Hólum er ekki matvöruverslun en veitingastaðurinn Kaffi Hólar verður opinn frá 8 á morgnanna til 9 á kvöldin alla vikuna. Næstu matvörubúðir eru á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
Staðsetning námsins þessa daga:
Mánudagur og þriðjudagur: allir nýnemar í Miðgarði, Varmahlíð
Miðvikudagur: Nemendur Ferðamáladeildar í Miðgarði, Nemendur Hestafræðideildar og Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar á Hólum.
Fimmtudagur: Nemendur Ferðamáladeildar í Miðgarði, Nemendur Hestafræðideildar á Hólum og nemendur Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar í vettvangsferð.
Föstudagur: Nemendur Ferðamáladeildar í Miðgarði, Nemendur Hestafræðideildar og Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar á Hólum.