Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hefur árum saman verið kennd viðburðastjórnun og hafa vinsældir námsins aukist ár frá ári. Nú í haust hófu 27 nemendur námið. Meðal þess sem nemar gera er að fara í verknám til viðburðafyrirtækja og einstakra viðburða í náminu er mikil áhersla á að nemendur læri með því að framkvæma viðburði. Allt námið fer fram í fjarkennslu með lotum á Hólum, sem gerir nemendum um allt land og jafnvel erlendis kleift að stunda það.
Þeir nemendur sem hófu nám núna í haust hafa á undanförnum vikum staðið fyrir fjölbreyttum viðburðum um allt land þar sem þau hafa lært með því að prófa sig áfram við skipulag og framkvæmd alvöru viðburða. Meðal þess sem þessi árgangur bjó til var Styrktarbingó hjá Samtökunum 78, Pop-Up viðburður hjá fótboltastelpum, listviðburður á leikskóla, matarviðburðir, hópeflisviðburðir auk þess sem tveir viðburðir voru skipulagðir á dvalarheimilum í Rvk.