Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Nemendur í diplomanámi í fiskeldi við Háskólann á Hólum voru á faraldsfæti og kynntu sér fiskeldistöðvar á sunnanverðum Vestfjörðum á dögunum.
Nám í fiskeldi er byggt upp af tíu námskeiðum sem kennd eru í fjarnámi. Í hverju námskeiði er gert ráð fyrir 3-4 daga staðbundinni lotu sem að
jafnaði fer fram í Verinu á Sauðárkróki. Að þessu sinni fór staðlotan ekki fram heima í héraði heldur vestur á fjörðum. Nemendur í námskeiðinu Eldisbúnaði kynntu sér
fiskeldistöðvar á sunnanverðum Vestfjörðum á dögunum ásamt starfsfólki skólans, alls þrettán manns. Lengst dvaldi hópurinn í seiðaeldisstöð Arctic Fish í Norðurbotni í Tálknafirði þar sem þau spreyttu sig á vatnsgæðamælingum, seltuþolsprófum og mælingum á blóðplasma.
Tækifæri gafst til að kynnast náið starfssemi stöðvarinnar. Bækistöðvar Arnarlax á Bíldudal voru einnig heimsóttar þar sem starfsemi fyrirtækisins var kynnt. Seiðaeldisstöð Arnarlax á Gileyri var skoðuð og einnig sláturhúsið á Bíldudal.
Að sögn Ólafs Sigurgeirssonar lektors gefst með þessum heimsóknum ákaflega kærkomið tækifæri til að komast nær viðfangsefninu og sjá og skilja hvernig fjölbreytt starfsemi tengd fiskeldi gengur fyrir sig. Efni námskeiðsins sem staðarlotan heyrir undir er að talsverðu leyti um endurnýtingu á vatni í fiskeldi
og rekstur endurnýtingakerfa. Seiðaeldisstöðin í Norðurbotni er fullkomnasta endurnýtingarstöðin á Íslandi og hentar ákaflega vel til að fræðast um slík kerfi. Þar er vítt til veggja og góðar aðstæður til að vinna námstengd verkefni í slíkri heimsókn. Við tekur svo að þróa slíkar verklegar lotur enn frekar í samstarfi við iðnaðinn. Náms- og skoðunarferðin mæltist vel fyrir af nemendum, starfsfólki og gestgjöfum og fá fyrirtækin á Vestfjörðum kærar þakkir fyrir móttökurnar og hjálpsemina.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr ferðinni