Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Sigríður Jónsdóttir ver meistararitgerð sína í náttúru- og umhverfisfræði „Beittar uppgræðslur á hálendi Íslands. Reynsla bænda, aðferðir og árangur“ við deild Náttúru og skógar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Á ensku nefnist ritgerðin „Grazed revegetation sites in Icelandic highlands. Farmers´ experience, methods, and success“.
Leiðbeinendur Sigríðar voru dr. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við Háskólann á Hólum og dr. Guðni Þorgrímur Þorvaldsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Prófdómari er dr. Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi landsráðunautur.
Meistaravörnin fer fram fimmtudaginn 4. nóvember 2021 kl. 13:00 við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, í fundarsalnum Borg á 2. hæð í Ásgarði.
Vörninni verður einnig streymt í gegnum Zoom fjarfundabúnað og öllum áhugasömum er velkomið að fylgjast með henni þannig. Við biðjum þá sem vilja tengja sig vinsamlegast að gera það fyrir kl. 13:50. Jafnframt biðjum við alla sem tengjast í gegnum fjarfundabúnað að slökkva á eigin hljóðnemum á meðan fyrirlesturinn fer fram, en mega gjarnan kveikja á þeim þegar gefið verður færi á spurningum „úr sal“ í lok varnarinnar. Hlekkur á vörnina
Vörnin fer fram á íslensku.