Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Háskólinn á Hólum er ásamt Háskólanum í Gautaborg í Svíþjóð og Nord háskólanum í Bodø í Noregi aðili að norrænu samstarfsverkefni um meistaranámið MAR-BIO.
Námið snýr að sjálfbærri framleiðslu og nýtingu sjávarafurða og er hugsað sem þverfagleg tenging milli fiskveiða, fiskeldis og annar matvælaframleiðslu í sjó eða ferskvatni, með sérstakri áherslu á nýsköpun og frumkvöðla. Með MAR-BIO sameina norrænir háskólar því krafta sína með það að leiðarljósi að mennta næstu kynslóð sérfræðinga á þessu sviði.
Á fyrstu stigum námsins kynnast nemendur ýmsar hliðar sjálfbærni, nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi í þáttökulöndunum þremur en dvelja síðan að lágmarki eitt misseri námsins við annan skóla en heimaskólann. Nú í haust heimsóttu meistaranemarnir Ísland, þau höfðu bækistöðvar á Hólum þar sem þau kynntu sér háskólalífið, heimsóttu bleikjukynbótastöðina og nýsköpunarfyrirtækið Isponica. Einnig fóru þau vítt og breytt um Norðurland. Einn viðkomustaður þeirra var Siglufjörður þar var sjávarlíftæknifyrirtækið Primex og Síldarminjarsafnið heimsótt. Í Verinu á Sauðárkróki fengu nemarnir nánari kynningu á námi og rannsóknum í fiskeldis- og fiskalíffræðideild en héldu svo á Skagaströnd þar sem starfsemi Biopol var kynnt. Á Húsavík var Hvalasafnið heimsótt, ásamt bleikjueldisstöðinni Haukamýri við Húsavík. Einnig voru fóðurverksmiðjan Laxá á Akureyri og vinnslustöð Samherja á Dalvík meðal áfangastaða hópsins.
Við þökkum nemendunum fyrir komuna og hlökkum til að taka á móti þeim sem velja að gera Hóla að sinni bækistöð á næsta misseri.