Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Háskólinn á Hólum hefur um árabil átt gott samstarf við ræktendur um allt land, um að senda skólanum hross til tamningar og þjálfunar. Það eru 2. árs nemar við Hestafræðideild sem takast á við verkefnið, undir handleiðslu reiðkennara skólans.
Nú er leitað eftir hrossum í vinnuna á haustönn 2021. Tímabilið stendur frá 2. september (trippin komi á milli kl. 13 og 15) til 11. desember (með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar).
Kallað er eftir hrossum í frumtamningu, á ofangreindu tímabili (2. september til 11. desember):
Úr námskeiðslýsingu: „Nemendur fá verklega þjálfun í frumtamningum og grunnþjálfun, með það að markmiði að skapa gott samband milli manns og hests. Nemendur frumtemja fortamin trippi þar sem lögð er áhersla á andlegt og líkamlegt jafnvægi þeirra, samstarfsvilja og traust. Fjallað er um grunnþjálfun, s.s. bætta svörun og aukið samspil hvetjandi og hamlandi ábendinga, mikilvægi framhugsunar, andlegs jafnvægis og að hreyfingar séu frjálsar og óþvingaðar. Unnið er að betra jafnvægi hestsins á gangtegundum. Ítarlega er fjallað um líkamsbeitingu, sveiganleika, jafnvægi til hliðanna og stjórn yfirlínu á grunnþjálfunarstigi. Farið er í teymingar á hesti, reið á víðavangi, vinnu við hendi og langan taum“.
Forkröfur: Aðeins verður tekið á móti trippum fæddum 2017 og 2018. Þau komi fortamin (a.m.k. bandvön). Trippin þurfa að hafa náð góðum þroska. Æskilegt er að þau séu undan 1. verðlauna stóðhestum. Ekki er tekið við ógeltum folum.
Kostnaður - fyrir allt viðkomandi tímabil (ber ekki virðisaukaskatt), er kr. 155.000.
Innifalið: Allt uppihald, auk járninga (ef við á), ormalyfsgjafar og tannröspunar. Komi til þess að kalla þurfi til dýralækni til að sinna trippinu (vegna slyss eða veikinda), ber eigandi ber ábyrgð á greiðslu kostnaðarins.
Þeim sem hafa hug á að koma hrossum að í frumtamningu á áðurnefndu tímabili, er bent á að leggja inn pöntun sem allra fyrst. Pantanir skulu skráðar í þetta eyðublað hér.